Um COS

COS býr til sígildar en á sama tíma nútímalega fatalínur sem gerðar eru til þess að endast. Nálgun okkar með tilliti til samvinnu er það sem gerir þetta mögulegt…

Innblástur okkar | Listir og hönnun

Í augum okkar eru listir og hönnun grundvöllurinn af innblástri okkar á bak við allt saman. Áhrif byggingarlistar, ljósmyndunar, textíls og keramiks einkenna fatalínur okkar. Þau smitast yfir í hönnun verslana okkar, listræna stefnu söluherferða okkar og efnisins sem finna má á cosstores.com.  

Frá upphafi höfum við heiðrað tengingu okkur við listaheiminn með því að vinna með listafólki, skapandi fólki og frumkvöðlum við margs konar verkefni. Sjáðu nýjustu samvinnuverkefni okkar hér, sem fela í sér allt frá speglandi styttum til dansverka. 

PROJECT | AROUND THE TABLE

THINGS | ARTUR DE MENEZES FERNANDES

Fatalínan okkar | Gerð til að endast lengur en eina árstíð

Okkar heimspeki hvað varðar hönnun er nútímaleg, hagnýt og íhugul í nálgun. Við veljum endingu fram yfir skammlífa tískustrauma. Vinnustofa okkar kann að meta gott handverk og setur hana í fyrsta sæti. Allar flíkur sem við sköpum eru tímalausar og gerðar til að endast. Frumleg smáatriði eins og skapið á bak við fatalínu, eða fíngerð skyrtuermi, eru hluti af því sem gefur látlausum flíkum okkar heiðarleika. Stíll fylgir efni, form fylgir virkni.   

AW19 WOMEN'S CAMPAIGN

AW19 MEN'S CAMPAIGN

Staðir okkar | Áhrif frá byggingarlist

Ef þú kemur inn í eina af verslunum okkar finnur þú þar rólegt og nútímalegt rými með mínímalískum blæ. Verslanir okkar draga áhrif sín frá frískandi einfaldleika nútíma listahúsa til að skapa eftirsóknarverðan stað til að bæði versla og starfa. Þegar ný verslun er opnuð reynum við að halda í og gera upp eins mikið af upphaflegu útliti staðarins og hægt er, sem leiðir til blöndu af sögulegum áhrifum byggingarlistar við okkar eigin hönnun. Uppgötvaðu sögurnar á bak við nokkrar af verslunum okkar hér

COS BUILDINGS | KINGS CROSS, LONDON

COS BUILDINGS |  MARCEL-GABRIEL RIVIÈRE, LYON