Gildin okkar

Our values give insight into everyday life at COS: they are based on a fundamental respect for each other and the world around us.

Við erum öll saman í liði
Við tökum þátt í þessu ævintýri saman

Við trúum á fólk
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum

Við erum frumkvöðlar
Við verðum aldrei of stór til að prófa eitthvað nýtt

Við erum meðvituð um verð
Við notum auðlindir okkar á ábyrgan hátt

Við komum hreint fram og með opnum huga
Við erum opin og hreinskilin, en jafnframt hógvær og kurteis

Við viljum ávallt bæta okkur
Ef til er betri leið fram á við, þá munum við uppgötva hana

Við höldum hlutunum einföldum
Það er svo einfalt

Starfsferill þinn

Við trúum því að nám og framþróun séu nátengd hamingju og áhugasemi við vinnu. Ef þú ert að leitast eftir því að taka framförum munum við hvetja þig til að taka ábyrgð á starfsferli þínum og hjálpa þér að ná markmiðum þínum. Þú færð aðgang að sérsniðnum þjálfunarnámskeiðum, ársmati og reglulegum ummælum ásamt sérstakri námsvefsíðu á netinu sem inniheldur hundruðir rafbóka, hlaðvarpa og námskeiða á myndbandi.

Fríðindi þín og aukahlunnindi

Við bjóðum öllu starfsfólki COS upp á afslátt á öllum vörumerkjum innan H&M samsteypunnar. Einnig fær allt starfsfólk okkar í verslunum inneign fyrir fatakaupum tvisvar á ári. Fríðindin sem við bjóðum upp á er ein af þeim leiðum sem við fjárfestum í þér og sýnum þakklæti okkar.

Jafnrétti og tækifæri

Við skuldbindum okkur til að vera vinnuveitandi sem útilokar engan. Þetta er ein af grunnreglum okkar. Við trúum á sanngjörn laun og vinnutíma, frelsi til að vera meðlimur í verkalýðssamtökum og jöfn tækifæri fyrir alla.